Hoppað...í sjóinn

Látið gossa...!
Látið gossa...!

Unglingar í menntaskólum taka upp á ýmsu og fyrir skömmu stóð NFFG fyrir nýnemaferð í Vatnaskóg, með kvöldvöku og alles.

En það var líka komið við á Akranesi, sem er fyrrum útgerðarbær, með um 8000 íbúa og eitt sögufrægasta knattspyrnulið Íslandsögunnar, ÍA, sem vann allt sem hægt var að vinna.

Á Skaganum (gælunafnið) var farið í sjóstökk og í því er stokkið af palli ofan í ískaldan sjóinn, að vísu í þurrgalla. En fallið er um 10 metra hátt, sem er alveg slatti.

Ekki er annað að sjá en að þetta hafi bara verið gaman, og ferðin tókst víst vel.

Myndband