Hinseginfélag FG var stofnað þann 11.desember síðastliðinn.
Hinseginfélag FG var stofnað í Fjölbrautaskólanum Garðabæ þann 11.desember síðastliðinn, en undirbúningur þess hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á stofnfundinum var Jóhann Gunnarsson kosinn formaður og Daníela Ehman í stöðu ritara.
Samkvæmt upplýsingum frá félaginu er markmið þess meðal annars...,,að gera hinsegin nemendum skólans kleift að geta verið eins og þau eru og búa til öruggt samfélag innan veggja skólans fyrir hinsegin fólk."
Einnig er markmið að fræða bæði nemendur og kennara um notkun fornafna og að vinna gegn fordómum, standa að viðburðum og öðru slíku.