Grillnefndin góða.
Föstudaginn 15. september síðastliðinn fór NFFG í nýnemaferð í Vatnaskóg í Svínadal,Hvalfjarðarsveit, en þar hafa verið reknar sumarbúðir fyrir ungt fólk í heila öld. Fagnaði Vatnaskógur því 100 ára afmæli á þessu ári.
Ferðin tókst vel og auðvitað var grillað ofan í nemendur og þar var það að sjálfsögðu Grillefndin góða sem bara hitann (!) og þungann af því.
Það er alltaf frábærlega skemmtilegt þegar nóg er af fólki til að starfa í félagslífinu, sem er svo mikilvægt í framhaldsskólunum.
FG.is varð bara að birta þennan frábæra ,,ramma" af þessari mögnuðu nefnd, sem er greinilega alveg ,,sjóðheit“ og til í slaginn.
Fleiri myndir má sjá á fésbókarsíðu skólans.