Gettu betur er vinsæl keppni
Þó skólastarf sé með aðeins öðru sniði en venjulega eru þó ,,venjulegir póstar“ í því á sínum stað. Til að mynda er Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna að rúlla af stað.
Á morgun (þriðjudag, 11.1), mætir FG Verkmenntaskólanum á Akureyri í fyrstu umferð keppninnar. Fyrst um sinn er keppnin í útvarpi á Rás 2, RÚV. Það er Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona, sem stýrir keppninni.
En það er fleira sem tengir FG við Norðurland, því Morfís, Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna er líka að hefjast og fyrsti andstæðingur FG er Menntaskólinn á Akureyri og fer keppnin mögulega fram á Akureyri, eða jafnvel hér í Garðabæ. Þetta verður í þriðja sinn í röð sem liðin mætast. Hverjar eru eiginlega líkurnar á því ?
Í Gettu betur-liði FG eru: Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, Kjartan Leifur Sigurðsson og Þráinn Gunnlaugsson. Þjálfarar eru Óttar Egill Arnarsson, Einar Björn Þorgrímsson og Sara Rut Sigurðardóttir.
Í Morfís-liði FG eru: Dagur Elís Gíslason, Guðmundur Grétar Magnússon, Karen Ósk Kjartansdóttir, Hildur Jóna Valgeirsdóttir, Elísabet Véný Schiöth, Sunna Dís Helgadóttir.
Þjálfarar eru Arnar Kjartansson, Jón Rúnar Jónsson og Halldóra Björg Einarsdóttir aðstoðarþjálfari.