Gettu betur: Lið FG komið í átta liða úrslit

Árni, Katla og Hörður unnu Kvennó. Vel gert!
Árni, Katla og Hörður unnu Kvennó. Vel gert!

Lið FG er komið áfram í átta liða úrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur.

Þetta varð ljóst þriðjudagskvöldið 21.janúar þegar þau Árni, Katla og Hörður mættu liði Kvennaskólans í Reykjavík á Rás 2 Ríkisútvarpsins.

Viðureign liðanna lauk þannig að FG fékk 23 stig, en Kvennó fékk 20 stig. Vel gert!

Nú blasir við sjónvarpsviðureign við andstæðing úr seinni umferð 16 liða úrslita, sem fram fer 23.janúar.

Spennan eykst. Áfram FG!