Spennustigið er oft hátt í Gettu betur
Lið FG tryggði sér sæti í undanúrslitum Gettu betur með því að sigra Tækniskólann í sjónvarpssal RÚV þann 17.febrúar síðastliðinn. Lokatölur urðu 33 -23, FG í vil.
FG var þriðja liðið til að tryggja sig í undanúrslit, en áfram eru einnig komnir skólarnir MR og Verkmenntaskóli Austurlands.
Það verða svo Flensborg og Fjölbrautaskóli Suðurlands sem keppa þann 24.febrúar um síðasta sætið í undanúrslitum. Eftir það verður svo dregið um hvaða lið mætast.
Spennan vex og vex, en við óskum þeim Aroni, Jónasi og Brynju innilega til hamingju með sigurinn.