Gettu betur 2025: FG tekur á móti Kvennaskólanum

Lið FG í Gettu betur: Árni, Katla og Hörður.
Lið FG í Gettu betur: Árni, Katla og Hörður.

Þrátt fyrir naumt tap gegn Framhaldsskólanum á Húsavík í fyrstu umferð Gettu betur 2025, mun FG fara í 16 liða úrslit. Þrjú stigahæstu tapliðin halda nefnilega áfram.

Næsta umferð hefst þriðjudaginn 21.janúar og fer fram á Rás 2, en eftir það er það sjónvarp sem gildir.

Í liði FG eru Katla Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hörður Sigmarsson og Árni Matthías Sigurðsson. Aðalþálfari liðsins er Aron Unnarsson, sem keppti fyrir FG í fyrra og er útskrifaður úr FG.

Eftir fyrstu umferð var svo dregið og keppinautur FG í 16 liða úrslitunum er Kvennaskólinn í Reykjavík. Báðir skólar státa af góðum árangri í keppninni, FG vann 2018 (gegn Kvennó), en Kvennó vann svo árið eftir.

Má því búast við spennandi keppni. Áfram FG!