Gamansýning Smartílab-hópsins, Fyrirlestur um eitthvað fallegt, sem fjallar um kvíða, verður sýnd í Urðarbrunni þann 10.apríl næstkomandi kl. 09.35 og verður bara þessi eina sýning í FG. Markmið sýningarinnar er að fræða ungt fólk um kvíða, minnka fordóma og opna á umræðu um efnið. Geðsjúkdómar á borð við kvíða eru stórt vandamál í samfélagi okkar, en talið er að 12% landsmanna takast á við sjúklegan kvíða að staðaldri. Til dæmis finna nemendur fyrir prófkvíða og þá er um að gera að kunna að fást við hann.
Sýningin er stútfull húmor, drama, skemmtilegum persónum og litríkri túlkun.
ATH: sýningin hefst kl 9:35 þann 10. apríl og ekki verður hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst! Bjarni Snæbjörnsson, fyrrum leiklistarkennari í FG, er í hópnum og er hann neðst til hægri á myndinni með fréttinni.