Hinseginfélag FG heldur ljóðakeppni um þessar mundir
Það má segja að upp á síðkastið hafi Hinseginfélag FG risið upp af löngum svefni. Undanfarið höfum við í félaginu gert ýmislegt til að auka sýnileika okkar, bæði hér í skólanum, og í samstarfi við aðrar hinseginnefndir í öðrum framhaldsskólum.
Sem dæmi má taka ljóðakeppni sem nú er í gangi í tilefni Valentínusardagsins, en hann er haldinn árlega þann 14. febrúar. Ljóðakeppnin er opin öllum sem hafa áhuga. Þemað er ýmiskonar ást, en þá er ekki einungis verið að tala um rómantíska ást, því ást getur verið eins mismunandi og fólk er margt.
Við hvetjum alla til að senda ljóðið sitt á netfangið: hinseginfelagfg@gmail.com, skilafrestur er til og með 28. febrúar næstkomandi. Sigurvegarar verða síðan kynntir á Instagramsíðu okkar: hinseginfelagfg. Skemmtileg verðlaun verða veitt fyrir þrjú bestu ljóðin.
Markmið Hinseginfélagins í FG er að skapa umhverfi þar sem komið er fram við alla af virðingu og jafnrétti. Það vill að nemendur í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ geti verið stoltir af skólanum sínum, óháð kyni, kynhneigð, braut, fatastíl o.s.frv. Félagið er með opna fundi á hverjum þriðjudegi í stofu V315 kl. 10:30, þar sem allir eru velkomnir.
Kær kveðja, Hinseginfélag FG.