Lið FG, þau Árni, Katla og Hörður, mæta MR í næstu viðureign í Gettur betur
Það stefnir í hörkukeppni í átta liða úrslitum í Gettu betur en lið FG vann Kvennó í viðureign fyrir skömmu og komst þar með í sjónvarpskeppnina.
Það er ekki hægt að segja að lið FG hafi verið heppið með andstæðinga, en þau Katla Árni og Hörður drógust á móti MR, sem er það lið sem unnið hefur Gettu betur oftast, yfir 20 skipti.
Þrátt fyrir þessa ,,brekku“ voru þeir Árni og Hörður brattir þegar tíðindamaður FG.is hitti þá í skólanum fyrir skömmu, þar sem þeir voru að æfa og undirbúa sig. Mættir með ,,pöbbkviss" og allar græjur. Þjálfaranir Aron Unnarsson og Gunnlaugur Hans Stephensen (úr sigurliði FG 2018) voru líka á staðnum.
,,Við ætlum bara að gera okkar besta og það væri rosa gaman að geta ,,strítt“ MR aðeins,“ sagði Árni og Hörður tók undir það.
Keppnin fer fram á RÚV 1 þann 13.febrúar, en þangað til bíðum við spennt.
Áfram FG!