Gettu betur: FG dreginn úr skálinni, andstæðingurinn er Fjölbraut við Ármúla.
Dregið var í sjónvarpskeppni Gettu betur 2020 fyrir skömmu. FG hefur unnið sér rétt til keppni í sjónvarpinu, sem hefst föstudaginn 31.janúar. Þá færist keppnin upp á æðra stig, með tilkomu öflugasta fjölmiðils sem völ er á; sjónvarpi. Viðureignir Gettu betur í sjónvarpi eru þar að auki hin besta skemmtun.
Alls komust átta lið í sjónvarpskeppnina og andstæðingar FG í fyrstu (og vonandi ekki síðustu) atrennu er Fjölbrautaskólinn við Ármúla. Nokkuð langt er síðan sá skóli hefur komist í sjónvarpskeppnina. Á vef RÚV er listi yfir fyrstu viðureignirnar og er hann svona:
31. janúar Tækniskólinn - Borgarholtsskóli
7. febrúar Fjölbrautaskólinn við Ármúla - Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
14. febrúar Kvennaskólinn í Reykjavík - Menntaskólinn í Reykjavík
21. febrúar Menntaskólinn á Ísafirði - Verzlunarskóli Íslands
ÁFRAM FG!!