Lið FG lauk keppni í Gettu betur 2025 þann 12.febrúar, en við þökkum Árna, Kötlu og Herði kærlega fyrir góða skemmtun og það er um að gera bara að brosa.
Lið FG í Gettu betur 2025 féll úr keppni þegar það mætti ofurjörlum sínum, MR, í beinni útsendingu á RÚV, fimmtudaginn 13.febrúar síðastliðinn. Það var svo sem vitað fyrirfram að þetta yrði erfið viðureign, enda MR það lið sem hefur unnið Gettu betur oftast.
Fóru leikar þannig að MR fékk 40 stig og FG 21 stig. Þar með geta þau Árni, Katla og Hörður, farið að einbeita sér að öðru, en við sendum þeim baráttukveðjur fyrir næstu keppni og vonum að lið FG muni ná lengra þá.
Takk kærlega fyrir góða skemmtun og eins og við segjum; þetta gengur bara betur næst.