Mynd lengst til hægri: Klaudia
Nemendur frá FG tóku þátt í verkefni á vegum Erasmus-áætlunar ESB sem heitir “Essence of Agriculture and Rural Traditional Hospitality” í bænum Pozega í Króatíu og fór það fram dagana 5-11. nóvember.
Farið var í skemmtilegar heimsóknir á eplabúgarð, graskersbúgarð, vínbúgarða og á áhugaverð söfn. Síðan unnu nemendur að viðskiptahugmyndum úr auðlindum héraðsins og kynntu fyrir dómnefnd.
Hópur FG gerði sér lítið fyrir og sigraði ,,Masterchef-kokkakeppnina.“ Ferðin endaði síðan á dagsheimsókn til höfuðborgar Króatíu, Zagreb, en þar búa um 800.000 manns. Frábær ferð í alla staði og FG-ingar til sóma á allan hátt.
Í verkefninu tóku þátt: Klaudía Krzyzak, Sara L. Halldórsdóttir, Kristín Þ. M. Haarde
Kalina L.H. Mihaleva