Mikil gleði fylgir því að vinna Hljóðnemann í Gettu betur (mynd: MBL.is)
Hin margfræga spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er að hefja göngu sína og verður fyrsta umferðin haldin á Rás tvö þriðjudaginn 10.janúar. Þá mætir FG, sem varð öðru sæti í fyrra, Menntaskóla Borgafjarðar. MR vann keppnina í fyrra.
Þetta er 38.árið sem keppnin er haldin og alls eru 25 skólar skráðir til leiks, en handhafar Hljóðnemans, MR, sitja hjá í fyrstu umferð.
Lið FG hefur stundað stífar æfingar að undanförnu og í stuttu spjalli við liðið kom fram að þær hafi gengið vel. FG er til í slaginn, en í liði skólans eru: Brynja Sævarsdóttir, Aron Unnarsson og Jónas Bjarki Björnsson.
Þjálfarar liðsins eru reynsluboltarnir frá í fyrra, þau Kjartan Leifur Sigurðsson, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir og Þráinn Gunnlaugsson, ásamt Óttari E. Arnarssyni.
Því má svo bæta við FG-ingurinn og sjónvarpskonan Helga Margrét Höskuldsdóttir (einnig fyrrum Gettu betur-keppandi) kemur að því að semja spurningar í keppnina. Kristjana Arnarsdóttir spyr keppendur.