Fyrirtækin Eilífð og Luna gerðu það gott í frumkvöðlakeppni í byrjun maí.
FG-fyrirtækin, Eilífð og Luna, komust í 30 fyrirtækja úrslit hjá Ungum frumkvöðlum, en úrslitin fóru fram dagana 1. og 2. maí þar sem nemendur fóru í dómaraviðtöl og héldu kynningu í Arion banka.
Frá Luna voru þau; Karen Elísabet Vignisdóttir, Eik Ægisdóttir, Sigríður Emma Guðlaugsdóttir og Einar Ernir Kristmundsson, en frá Eilífð þær Ema Stonyté, Sara Rós Stefnisdóttir og Thelma Margrét Sigurðardóttir.
Eilífð fékk verðlaun fyrir umhverfisvænustu lausnina, til hamingju!