Derek Karl Mundell færir skólameistara vatnslitamynd og þátttakendur námskeiðs, ásamt spæska gesti, Vicente Garcia Fuentes.
Það eru til allskonar félög á Íslandi og eitt þeirra er Vatnslitafélag Íslands. Í sumar var haldið námskeið á vegum þess í FG og gestur þess var spænskur listamaður að nafni Vicente Garcia Fuentes.
FG lánaði félaginu aðstöðu til sköpunarinnar og fékk að launum vatnslitamynd frá félaginu að gjöf fyrir skömmu. Það var Derek Karl Mundell, formaður Vatnslitafélags Íslands, sem færði skólameistara myndina.
Þess má svo geta að einn af fyrrum kennurum skólans, Margrét Kolka Haraldsdóttir, er afburða vatsnlitamálari og hefur meðal annars sýnt verk sín opinberlega. Svo er hún líka á Instagram, hver er þar ekki, sem og veraldarvefnum.