Fengu gullmerki FG: Sigríður Sigurðardóttir, Salvör Jósefsdóttir, Ágústa Hrönn Axelsdóttir og Anna Jeeves.
Við brautskráningarathöfn laugardaginn 28.maí síðastliðinn voru fjórir starfsmenn FG kvaddir eftir langa og dygga þjónustu og sæmdir gullmerki skólans fyrir vikið.
Þetta voru þær; Sigríður Sigurðardóttir, myndlistarkennari, Salvör Jósefsdóttir, skólaliði, Ágústa Hrönn Axelsdóttir, enskukennari og Anna Jeeves, einnig enskukennari.
Þeim öllum eru þökkuð vel unnin störf og óskað gæfu og gengis.