Veira og Astana, höfuðborg Kasakstan.
Ert þú snillingur í líffræði? Fyrsta umferð árlegrar líffræðikeppni framhaldsskólanna verður haldin í FG 16. nóvember næstkomandi. Umferðir tvö og þrjú fara síðan fram í janúar á næsta ári.
Nemendur FG hafa undanfarið staðið sig ljómandi vel í þessari keppni og í fyrra fóru tveir FG-ingar áfram í úrslitakeppnina og stóðu sig með mikilli prýði.
Forkeppnin er liður í vali á ólympíuliði Íslands í líffræði sem að þessu sinni mun keppa í Kasakstan í júlí 2024, næsta sumar.
Fer keppnin fram í höfðuðborginni, Astana, en Kasakstan er í Mið-Asíu og tilheyrði eitt sinn gömlu Sovétríkjunum. Stefnir því í mikið ævintýri.
Áhugasamir sendi póst á Írisi líffræðikennara, irishs@fg.is.