Þetta er ekki skólaþing, en svona er talið að Alþingi Íslendinga hafi litið út eftir stofnun þess árið 930.
Skólaþing verður þriðjudaginn 3. desember kl. 11:15 í þeim tímum sem nemendur eru í, en þeir sem ekki eru í tíma í þessum stokk geta mætt í stofu A-310.
Skólaþing er vettvangur þar sem nemendur fá tækifæri til að tjá sig um skólann og skólamenninguna. Umræðan fer fram í hópum þar sem nokkrum spurningum er svarað.
Niðurstöður skólaþingsins verða hafðar til hliðsjónar við stefnumótun innan skólans. Síðast fór skólaþing fram 6. desember árið 2022.