Skólaþing haldið þriðja desember

Þetta er ekki skólaþing, en svona er talið að Alþingi Íslendinga hafi litið út eftir stofnun þess ár…
Þetta er ekki skólaþing, en svona er talið að Alþingi Íslendinga hafi litið út eftir stofnun þess árið 930.

Skólaþing verður þriðjudaginn 3. desember kl. 11:15 í þeim tímum sem nemendur eru í, en þeir sem ekki eru í tíma í þessum stokk geta mætt í stofu A-310.

Skólaþing er vettvangur þar sem nemendur fá tækifæri til að tjá sig um skólann og skólamenninguna. Umræðan fer fram í hópum þar sem nokkrum spurningum er svarað.

Niðurstöður skólaþingsins verða hafðar til hliðsjónar við stefnumótun innan skólans. Síðast fór skólaþing fram 6. desember árið 2022.