Fulltrúar ungliðanna á málstofunni um unga fólkið og stjórnmálin, sam nemar í stjórnmálafræði héldu þann 1.nóvember síðastliðinn
Fulltrúar helstu ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka Íslands komu á opna málstofu, undir yfirskriftinni, ,,Ungt fólk og stjórnmál,“ sem nemar í stjórnmálafræði í FG stóðu fyrir þann 1.nóvember síðastliðinn.
Sem kunnugt er líður að kosningum hér heima (30.nóv) og spennan magnast. Kynntu ,,ungliðarnir“ sínar hreyfingar og sögðu upp og ofan af því af hverju þau leiddust út á braut stjórnmálanna. Voru ýmsar skýringar á því, bæði ,,ættarsaga“ sem og hreinar tilviljanir.
En það var spjallað um margt og líflegar umræður sköpuðust um allt frá hinseginmálum og til húsnæðismála. Þá var farið í smá samkvæmisleik í lokin og ungliðar beðnir um að giska á hvaða forsetaframbjóðandi myndi sigra vestanhafs, Donald Trump eða Kamala Harris.
Fór svo að Kamala Harris tók öll atkvæðin, sumir sögðu þó að hún væri ,,skárri kosturinn af tveimur slæmum.“ En það er önnur saga.
Svona spjall sem þetta gefur tilefni til skemmtilegra samskipta um samfélagsmál og þau mikilvægu málefni sem pólitítíkin kemur að og auðvitað snúa þau flest að ungu fólki sem er leið út í lífið.
Von er á annarri almennri stjórnmálakynningu í FG þegar nær líður að kosningum og þá geta nemar FG hitt fulltrúa flokkanna sem bjóða fram til þings.
Þátttakendur, frá vinstri: Gabríel Ingimarsson (Uppreisn/Viðreisn), Eyþór Máni Steinarsson (Ungir Píratar), Anton Sveinn McKee, (Freyfaxa/Miðflokki), Heiðdís Geirsdóttir (Ungir framsóknarmenn), Jósúa Gabríel Davíðsson (Ung Vinstri Græn), Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir (forseti ungs jafnaðarfólks) og Viktor Pétur Finnsson (Samband ungra sjálfstæðismanna,SUS).