Það er tómlegt í skólastofum FG þessa dagana.
Allt skólastarf í FG er nú með álíka hætti og varð í lok mars þegar Kóvid-plágan skall á landsmönnum.
Bæði kennarar og nemendur eru þó að gera sitt ítrasta til þess að halda skólastarfinu sem ,,venjulegustu" undir þessum sérkennilegu kringumstæðum.
Listnám er (enn) kennt með hefðbundum hætti og sérnámsbraut starfar að hluta til með eðlilegum hætti.
Lítið hefur verið um atburði meðal nemandi, en það er þó ekki þar með sagt að ekkert gerist í FG.
Fyrir skömmu kynnti NFFG, nemendafélagið, nýtt APP til sögunnar fyrir nemendur. Nú þegar eru fréttir, viðburðir, upplýsingar um nemendafélagið og skólakortsafslætti í appinu. En samkvæmt Önnu Sóley, forseta FG er á dagskrá er að setja stundatöflu þarna inn, skólakortið og alla sölu. ,,Appið er í stöðugri þróun,“ sagði Anna Sóley við FG.is
Þá stóð NFFG einnig fyrir viðburði, svokölluðu ,,netuppistandi“ með rithöfundinum og grínaranum Bergi Ebba í hádeginu þann 7. október síðastliðinn. Fór þetta fram á fésbókarsíðu skólans.
Kennslu á haustönn lýkur svo þann 30.október og þá hefjast próf, sem verða að miklu leyti rafræn. En mikilvægt er að fylgjast með upplýsingum um þau, bæði frá kennurum og skólayfirvöldum.
Miðönn hefst svo þann 16.nóvember næstkomandi. Þá verður ástandið vonandi orðið skárra.