Nemar á ferð og flugi...

Nemendahópar frá FG hafa verið á flakki að undanförnu
Nemendahópar frá FG hafa verið á flakki að undanförnu

Ýmsir nemendahópar frá FG hafa verið á ferð og flugi að undanförnu. Rakel Linda of Sif fóru með Erasmushóp til borgarinnar Lugo á Spáni og þar dvöldu nemendur FG með spænskum fjölskyldum í um viku. Þar voru einnig Norðmenn með í för, sem taka þátt í verkefninu, sem er styrkt af ESB og fjallar um sögu og menningu þessara þriggja þjóða.

Hilmar Þór og Berglind fóru svo með söguáfanga (Kalda stríðið) til Berlínar og þar voru meðal annars skoðaðar hinar alræmdu Sachsenhausen-þrælkunar og útrýmingarbúðir nasista, rétt fyrir utan Berlín. Þar dvaldi meðal annars Íslendingurinn Leif Müller og skrifaði hann síðan fræga bók sem heitir ,,Býr Íslendingur hér?“. Er hún hryllileg lesning.

Þá fóru Fríða og Kristín Helga með enskuhóp til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington, og dvaldi hópurinn þar í nokkar daga. Þar skoðaði hópurinn meðal annars söfn, bókasafn bandaríska þingsins (e. Library of Congress, sem er eitt fallegasta hús Bandaríkjanna) og þá heimsótti hópurinn háskólann í Georgetown.

Um þessar mundir er háð í Bandaríkjunum ein harðasta kosningabarátta í manna minnum, en þann 5. Nóvember næstkomandi kjósa Bandaríkjamenn sér forseta, Donald Trump eða Kamala Harris, og þá er líka kosið til þings, sem og fleira í 50 fylkjum þessa mikla lands

Fyrir áhugasama má fylgjast með því hér og hér.