Í september fór hópur nemenda frá FG til Amsterdam, sat kennslustundir í skólanum ásamt því að skoða staðarhætti, söfn og fleira. Í ferðinni var gist á hollenskum heimilum sem öllum fannst mjög spennandi. Í október komu svo Hollendingarnir í heimsókn til okkar nemenda. Þeir gistu hjá nemendum, fóru í skólann og ferðuðust um landið.
Markmið samstarfsins er að auka víðsýni nemenda, að þeir fái innsýn í menningu og siði hver hjá öðrum sem og að koma á tengslum milli nemenda sem gætu jafnvel nýst þeim í framtíðinni.