Anna Sóley Stefánsdóttir, forseti NFFG.
Það er margt leiðinlegt sem fylgir árans Kóróna-veirunni. Eitt það skemmtilegasta sem gerist í lífi hvers einstaklings er einmitt að byrja í menntaskóla, fari viðkomandi í menntaskóla! Og það er fátt skemmtilegra en að fara t.d. á busaball, sýna sig og sjá aðra og fleira slíkt.
Því er hinsvegar ekki að fagna á þessum hrútleiðinlegu kóróna-tímum sem við lifum á. Um þetta var fjallað í frétt á RÚV, þ.e.a.s félagslífið í framhaldsskólunum. Í fréttinni var meðal annars rætt við forseta NFFG, hana Önnu Sóley.