Dagmar Hafsteinsdóttir ásamt Jóni Atla Benediktssyni, rektor H.Í.
Skólanum barst fyrir skömmu sú ánægjulega frétt að fyrrum nemandi skólans og dúx vorannar 2022, Dagmar Íris Hafsteinsdóttir, hefði fengið styrk úr sérstökum sjóði Háskóla Íslands. Í tilkynningu frá H.Í. segir meðal annars: ,,Dagmar Íris Hafsteinsdóttir tók nýlega við styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum."
Þess má geta að Dagmar var einnig í Gettu betur liði FG, sem stóð sig frábærlega í síðustu keppni. Henni er því margt til lista lagt. Óskum Dagmar innilega til hamingju.