Brautskráning á laugardaginn – kjördag

Það hefur mikið verið að gera í FG undanfarið og á laugardaginn (1.júní), kjördag, er brautskráning.
Það hefur mikið verið að gera í FG undanfarið og á laugardaginn (1.júní), kjördag, er brautskráning.

Brautskráning fer fram næstkomandi laugardag, 1.júni, kl. 11.00 í hátíðarsal skólans, Urðarbrunni.

Um er að ræða mjög stóran hóp að þessu sinni, eða um 140 stúdentsefni. Og þar sem kosið er til forseta lýðveldisins sama dag, í Mýrinni, íþróttahúsi Stjörnunnar, má búast við mikilli umferð.

Því er mjög mikilvægt fyrir þá sem koma á athöfnina að vera snemma á ferðinni, til þess að fá til dæmis bílastæði.

Að venju hefur verið mikið að gera í FG undanfarnar vikur, bæði í námi og félagslífi.

Myndirnar sem fylgja þessari frétt sýna það en um er að ræða svipmyndir frá dimmiteringu stúdentsefna og kosningabaráttu til trúnaðarstarfa innan Nemendafélags FG, en þar var öllu tjaldað til. 

Í haust tekur s.s. nýtt fólk við stjórnartaumum í NFFG, þegar næsta skólaár hefst.