Stærðfræðiborðspil hannað í FG

Borðspilið heitir Summa
Borðspilið heitir Summa

,,Hópur nemenda í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hefur búið til stærðfræðispil sem ætlað er börnum á aldrinum sex til þrettán ára en markmiðið með spilinu er að gera stærðfræði meira aðlaðandi fyrir krakka á grunnskólaaldri."

Svo segir í frétt Fréttablaðsins um hóp nemenda hjá Tinnu í frumkvöðlafræðinni, en ennfremur segir í frétinni: 

„Við áttum það sameiginlegt að hafa fundist leiðinlegt að læra stærðfræði í grunnskóla og vildum leggja okkar af mörkum til þess að gera stærðfræði meira spennandi fyrir krakka í dag.

Spilið heitir Summa og inniheldur spilaborð og spil þar sem eru stærðfræðispurningar og verkefni í flokkunum samlagning, frádráttur, margföldun, deiling og orðadæmi."

Sniðugt!