Bleiki dagurinn í FG

Nemendur voru æstir í að fá köku á Bleika deginum
Nemendur voru æstir í að fá köku á Bleika deginum

Það var líf og fjör í FG þegar Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur þann 23.október. Bæði nemendur og starfsfólk klæddust bleiku í tilefni dagsins, sem er jú baráttudagur fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein, til að sýna þeim stuðning.

Á myndinni eru fulltrúar NFFG, nemendafélags FG, að skera köku ofan í nemendur, það er jú fátt betra en að fá góða kökusneið áður en lærdómi er haldið áfram.