FG fór í fína skíðaferð til Noregs um mánaðarmótin jan/feb.
Hópur nemenda frá FG gerði sér góða skíðferð til Noregs í síðustu vikunni í janúar. Farið var til Lillehammer, nánar tiltekið á skíðasvæðið við Hafjell, norður af Osló.
Þar voru vetrarólympíuleikar haldnir árið 1994, en Norðmenn eru jú annálaðir skíðagarpar.
Alls voru 43 í hópnum, en farastjórar voru þær Anna María Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari, Tinna Ösp Arnardóttir frá viðskiptadeildinni og Berglind Magdalena Valdimarsdóttir, forvarnarfulltrúi.
Gisti hópurinn vel á hótel Nermo, allir höfðu eigin eldunaraðstöðu og meira að segja aðgang að ,,sauna" (gufubaði) en fátt er jú betra eftir skíði en að skreppa í svoleiðis og láta þreytu, harðsperrur og annað slíkt renna úr sér í hitanum.
Skíðafærið og veðrið sviku engann og gekk ferðin almennt mjög vel, að undanskildum tveimur minnháttar beinbrotum.
En það getur jú komið fyrir alla, hvar sem er.
