Gjafir frá NFFG afhentar á Barnaspítala Hringsins
Nemendafélag FG, NFFG, hélt fyrir skömmu góðgerðarbingó í Urðarbrunni og tókst það með ágætum. Það var haldið til styrktar Barnaspítala Hringsins, en Hringurinn er kvenfélag sem stofnað var árið 1904 og hefur styrkt Barnaspítalann dyggilega í gegnum árin.
Fulltrúar NFFG, Anna Sóley (í miðju) og Eygló Birna (t.v.) skruppu síðan niður á Barnaspítala eftir bingóið og afhentu þar gjafir, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Vel gert NFFG, góð samfélagsvitund!