Kynntu FG fyrir dönskum ráðherra og fleirum

Fulltrúar NFFG kynna FG
Fulltrúar NFFG kynna FG

Dagana 24.-26.mars fór fram alþjóðlegur leiðtogafundur um málefni kennara í Hörpunni í Reykjavík.

Í tengslum við þennan fund kom mennta og barnamálaráðherra Danmerkur í heimsókn í FG og kynnti sér starfsemi skólans. Hann heitir Mattias Tesfaye og hefur verið ráðherra málaflokksins frá árinu 2022. FG og Tækniskólinn urðu fyrir valinu sem heimsóknarskólar að þessu sinni. Með honum í för var meðal annars Guðjón Hreinn Hauksson, formaður félags framhaldskólakennara.

Fengu gestirnir kynningu á starfsemi skólans, en það voru fulltrúar NFFG sem stóðu fyrir henni og stóðu sig auðvitað með mikilli prýði. Fjölluðu þau meðal annars um lýðræði og kosningar innan skólans, sem og félagslífið almennt.

Í stuttu spjalli við einn þeirra sem kynntu sagði viðkomandi að spurningar um loftslagskvíða hefðu meðal annars komið upp, en loftslags og umhverfismál eru jú málaflokkur sem er ungu fólki hugleikinn um þessar mundir. Hafa ungir nemendur meðal annars efnt til ,,loftslagsmótmæla“ vegna þessa, sem vöktu mikla athygli á sínum tíma.