framhaldsáfangi í efnafræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EFNA2FE05
Farið í flóknari hugtök í efnafræði – efnahvörf og jafnvægi, sýrubasahvörf, rafefnafræði og oxunar-afoxunarhvörf.
Þekkingarviðmið
- hraðafræði efnahvarfa og hvarfhraða
- tengslum raforku og efnafræði
- jafnvægi í efnahvörfum
- efnafræði sýra og basa og jafnvægi hjá daufum sýrum og bösum
- efnafræði lausna, jafnalausnum, títrunum og leysnimargfeldi
- sjálfgengni efnahvarfa, Gibbs fríorku og tengslum hennar við jafnvægisfastann
- oxun og afoxun
- orku í efnahvörfum, hvarfavarma, óreiðu og fríorku og tengslum þeirra innbyrðis
Leikniviðmið
- finna hraðalögmál út frá tilraunaniðurstöðu og nota jöfnu Arrheniusar
- vinna með orkuhugtök og reikna út orkubreytingar í tengslum við efnahvörf
- vinna með útreikninga tengda sýrum og bösum
- reikna orkubreytingar í efnahvörfum og tengja saman orkubreytingar og jafnvægisástand
- vinna með oxun og afoxun efna í tengslum við rafefnafræði.
- reikna út orku sem hægt er að fá út úr efnahvarfi, út frá íspennu rafhlöðu
- nota jafnvægisfasta og jafnvægisstyrki til útreikninga og nota reglu Le Chatelier
- nota afoxunarspennutöflur til að finna út hvort líklegt sé að efnahvarf verði
- sýna sjálfstæði við framkvæmd verklegra æfinga og skrifa góðar einstaklingsskýrslur
Hæfnisviðmið
- tengja saman efnisþætti efnafræðinnar við lausn flókinna verkefna
- leggja mat á áreiðanleika niðurstaðna rannsókna sinna og annarra
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu
- tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is