jarðfræði íslands
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar.
Farið er í innræn og útræn öfl með sérstakri áherslu á jarðfræði Íslands. Flekarek og heitir reitir, jarðskjálftar og brotalínur, landmótun jökla og vatnsfalla. Farið er í mismunandi gerðir eldvirkni, mismunandi kvikugerðir og storkubergsmyndanir. Eðli og uppruni mismunandi steinda er skýrður þar sem sérstaklega er fjallað um þær steindir sem helst finnast í íslensku storkubergi. Að lokum er farið í helstu undirstöðuatriði kortagerðar.
Þekkingarviðmið
- mismunandi berggerðum Íslands
- helstu steindum í íslensku bergi, bæði frumsteindum og holufyllingum
- helstu gerðum landmótunar eins og jökulrákum, grettistökum, jökulruðningum og alpalandslagi
- helstu gerðum eldstöðva og mismunandi eldvirkni þeirra
- undirstöðuatriðum jarðfræðikortagerðar
- grundvallaratriðum jarðfræðinnar með áherslu á Ísland
Leikniviðmið
- geta beitt algengustu hugtökum jarðfræðinnar og skýrt myndun og gerð landsins
- greina muninn á helstu gerðum eldfjalla
- greina í sundur helstu gerðir eldfjalla
- greina mismunandi gerðir vatnsfalla úr frá lögun og gerð þeirra
- greina í sundur háhita- og lághitasvæði
- útskýra myndun mismunandi landsvæða af völdum innrænna og útrænna afla
- gera grein fyrir mismunandi landmótun vatnsfalla og jökla á Íslandi
- afla sér heimilda um jarðfræðileg viðfangsefni
Hæfnisviðmið
- leggja sjálfstætt mat á jarðfræðilegar upplýsingar
- hafa skilning á umhverfi sínu og geti beitt lögmálum jarðfræðinnar til að þekkja uppruna landslags á Íslandi
- ná sér í upplýsingar, sem hann getur lagt vísindalegt mat á og miðlað þeim til annarra
Nánari upplýsingar á námskrá.is