rafsegulsfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: EÐLI2GÁ05 og STÆR3HV05
Í áfanganum eru nemendur látnir vinna með hugtök og þekkingu úr rafsegulfræði ásamt þyngdarsviði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.
Þekkingarviðmið
- því hvernig rafhleðsla hlutar á upptök sín í hleðslum öreindanna
- kraftalögmáli Coulombs
- sviðshugtakinu og rafsegulbylgjum
- spennu og rafstöðuorku, tapi á orku í færslu rafmagns
- helstu hugtökum sem notuð eru í rafsegulfræðinni og SI-einingum þeirra
- lögmáli Ohms og reglum Kirchhoffs
- rökrásum, hliðtengingumog raðtengingum
- spani og spólum
- verkun nokkurra tækja sem byggja á lögmálum rafsegulfræðinnar
- lögmáli Faradays, lögmáli Lenz og lögmáli Biot-Savarts
- þyngdarlögmál Newtons og lögmál Kepplers
Leikniviðmið
- vinna með tölur og vigra í eðlisfræði og í vísindalegum vinnubrögðum
- beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
- leiða út með rökrænum hætti jöfnu fyrir sambandi stærða frá gefnum forsendum
- beita hægrihandarreglunni
- setja fram eðlisfræðilegt umfjöllunarefni á skýran og markvissan hátt í ræðu og riti
- vinna með ýmis mælitæki, framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum
Hæfnisviðmið
- sýna sjálfstæði í vinnubrögðum.-
- nota námsefni og gögn á markvissan hátt
- yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum til að auðvelda námið
- meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
- tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is