saga, textíls
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: Engar.
Megináhersla er lögð á að fylgja eftir þróun í fata- og textílsögu fram til dagsins í dag. Tekin er fyrir íslensk arfleifð og hvernig staðið er að varðveislu og samtímasöfnun á fatnaði og textíl. Þá er tekið fyrir hvernig fatnaður talar til okkar hvað varðar stéttarstöðu, lífsstíl, hóptilfinningu, athafnir og hefðir. Hvenær og hvernig tískan varð að markaðsvöru og hvernig unglingatískan mótaðist. Einnig er lögð áhersla á framleiðslu- og vinnuumhverfi fata- og textílgreinarinnar í fortíð, nútíð og framtíð. Nemendur nýta fjölbreyttar upplýsingaleiðir við verkefnavinnu í tengslum við innihald áfangans s.s. netið, fagbækur og fagblöð ásamt.
Þekkingarviðmið
- sögu og útliti fatnaðar og fylgihluta frá ýmsum stíltímabilum
- hvernig staðið er að sögu, varðveislu og samtímasöfnun á fatnaði og textíl
- þróun íslenskrar fatagerðar og fatahönnunar
- sögu og hlutverki textíls í híbýlum
- hvernig fatnaður mótar og hefur áhrif á athafnir og hefðir
- iðnframleiðslu og sérhæfðari hönnun á fatnaði
- hvernig tískuheimurinn starfar
- straumum og stefnum í fata- og textílhönnuðum samtímans
- helstu fata- og textílhönnuði á 20. og 21. öld og áhrif þeirra á samtímann
- viðskipta-, vinnu- og fagumhverfi greinarinnar, fyrirtæki og stofnanir
Leikniviðmið
- greina strauma og stefnur í fatnaði og textíl
- greina sögu og hlutverk textíls í híbýlahönnun og skreytingum í fortíð og nútíð
- nýta sér safna- og sýningarumhverfi greinarinnar
- greina mismunandi fatastíla og tegundir fatnaðar og hinar óskráðu reglur um textíl
- greina muninn á sérsaumuðum fatnaði, hátískuhönnun, sérhæfðri fjöldaframleiðslu og módelhönnun
- teikna fatnað og eigin hugmyndir með fyrirmyndum af fatnaði ýmissa stíltímabila
- geta nýtt sér ólíka miðla við öflun upplýsinga
Hæfnisviðmið
- geta gert samanburð á þróun fatnaðar og textíl hér á landi og erlendis
- njóta safna- og sýningarumhverfis greinarinnar
- nýta sér sögulegar heimildir um útlit fatnaðar og fylgihluta fyrir nýjar hugmyndir og lausnir með teiknivinnu
Nánari upplýsingar á námskrá.is