FATA3KJ05 - Kjólar

kjólar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FATA2UY05
Lögð er áhersla á mikilvægi hönnunar í efnis-, snið-, munstur- og litavali. Einnig er fata- og stílsagan höfð til viðmiðunar. Nemandi lærir að tengja máltöku við vaxtar- og stærðarval auk sniðbreytinga, ásamt því að kynnast fjölbreytni sniða og samræmingu milli vals á efni og sniðum. Megináhersla er lögð á útfærslu hugmynda yfir í sniðteikningu og prufuflík að fullunnu verki. Nemandi vinnur skissubók, útbýr vinnuskýrslu með útskýringum á vinnu sinni frá prufu að fullgerðum kjól. Lögð er áhersla á skapandi hugsun, frumkvæði og frumleika. Einnig eiga nemendur að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og þjálfa hæfni til að tjá sig og rökstyðja verkefni sín.

Þekkingarviðmið

  • forsendum skapandi hugsunar í hönnun á fatnaði
  • forsendum hönnunar hvað varðar reynslu, notkun, sögu og hefðir
  • mikilvægi undirbúnings-, tilrauna- og rannsóknarvinnu með öflun og úrvinnslu upplýsinga
  • forsendum hugmyndavinnu, framkvæmdar og framvindu að fullunnu verki
  • mismunandi útfærslu sniða og muninum á fjöldaframleiddum og sérsaumuðum fatnaði
  • leiðbeiningum í máli og myndum varðandi sniðútfærslur og saumtækni
  • sambandinu milli sjálfstæðra, faglegra og skapandi vinnubragða og vinnuframlags
  • mikilvægi þess að koma vinnu sinni á framfæri og rýna í eigin verk og annarra

Leikniviðmið

  • vinna vandaða hugmyndavinnu með öflun og úrvinnslu upplýsinga
  • skilgreina forsendur og þörf og endurmeta hugmyndir sínar
  • temja sér frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun
  • útfæra eigin hugmynd í formi tísku- og útlitsteikninga
  • útfæra sniðbreytingar út frá eigin hugmyndum
  • temja sér sjálfstæð og fagleg vinnubrögð
  • setja fram vinnuáætlun og greina verkþætti
  • auka færni í að máta og nota gínu við lagfæringu sniða
  • vinna með óhefðbundin efni og þekkja eiginleika þeirra
  • tileinka sér saumtækni og kunnáttu í straujun og pressun
  • að endurmeta framkvæmd verksins á öllu vinnuferlinu
  • temja sér öguð og vönduð vinnubrögð við frágang verkefna
  • útbúa (vinna) hugmynda- og vinnumöppu í máli og myndum
  • kynna eigin verk og taka þátt í sýningu
  • rýna í eigin verk og annarra með uppbyggilegri gagnrýni

Hæfnisviðmið

  • geta nýtt sér upplýsingatækni og aðra miðla við hugmyndavinnu
  • vera fær um að taka sjálfstæða ákvörðun varðandi verkefnaval
  • tileinka sér vinnuferlið frá hugmynd að fullgerðri flík
  • kunna skil á forsendum hönnunar hvað varðar nýsköpun í formi tilrauna, rannsókna og úrvinnslu upplýsinga
  • fylgja eftir skipulögðu vinnuferli miðað við tímaþátt, endurmat og framkvæmd verksins
  • sýna frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun
  • koma vinnu sinni á framfæri í formi kynningar eða sýningar
  • rýna í eigin verk og rökstyðja niðurstöður bæði munnlega og skriflega á uppbyggilegan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is