FATA2SG05 - Sniðagerð

gerð, sniða

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FATA1ST05
Kennd er sniðagerð fyrir teygjanleg efni og saumtækni á slíkum efnum. Kynnt er útfærsla á sniðum og saumur á undir- og sundfatnaði. Stærðarbreytingar (gradering) á sniðum eru kynntar. Flóknari saumtækniatriði eru unnin eftir vinnuleiðbeiningum bæði í máli og myndum. Lögð er áhersla á skipulagt vinnuferli og þjálfun í mátun sniða með saumi á prufuflíkum og leiðréttingu sniða eftir mátun. Kennd er frjáls formun (drapering) sniða beint á gínu. Sérstök áhersla er lögð á vandvirkni við alla þætti áfangans.

Þekkingarviðmið

  • uppbyggingu grunnsniða
  • útfærslu flókinna sniða út frá grunnsniðum í minni hlutföllum
  • yfirfærslu sniða frá minni hlutföllum í fulla stærð
  • mátun flíka eftir vaxtarlagi og leiðréttingu sniða samkvæmt því
  • vinnuteikningum og vinnulýsingum í máli og myndum
  • flóknari saumtækniatriðum með prufusaumi
  • uppbyggingu sniða fyrir teygjanleg efni
  • saumtækni við saum úr teygjanlegum efnum
  • sniðagerð, saum og mátun á lífstykki
  • möguleikum draperingar beint á gínu við útfærslu óhefðbundinna sniða
  • graderingu sniða í stærðir
  • vinnuferlinu við að hanna flíkur
  • verkskipulagi, vandvirkni og sjálfstæðum vinnubrögðum
  • gerð sniða fyrir herra- og barnafatnað

Leikniviðmið

  • teikna grunnsnið frá grunni í minni hlutföllum
  • útfæra flókin snið og nota til þess grunnsniðin
  • máta flíkur og leiðrétta sniðin eftir vaxtarlagi
  • lesa úr og vinna eftir vinnuteikningum í máli og myndum
  • sauma flóknari saumtækniatriði með prufusaumi
  • vinna snið fyrir teygjanleg efni og sauma úr teygjanlegum efnum
  • vinna snið af lífstykki og sauma
  • drapera óhefðbundin snið af flíkum beint á gínur
  • setja snið í stærri og minni stærðir (gradering)
  • gera vinnuferli hönnunar skil í vinnuskýrslum bæði í texta og vinnuteikningum
  • skipuleggja vinnuferli og vanda vinnubrögð
  • notfæra sér grunnsnið fyrir herrafatnað

Hæfnisviðmið

  • útfæra flóknari snið eftir eigin hugmyndum
  • færa breytingar yfir á sniðin sem fram koma við mátun á prufuflíkum
  • lesa úr og nota vinnuleiðbeiningar í máli og myndum
  • geta saumað flóknari saumtækniatriði
  • nota draperingu við útfærslu óhefðbundinna sniða
  • setja snið í nokkrar stærðir
  • skipuleggja vinnuferli við hönnun á flíkum
  • ganga frá verkefnum í ferilmöppu
  • vanda alla þætti ferilsins
Nánari upplýsingar á námskrá.is