MYND3MF05 - Myndbygging og formfræði

myndbygging og formfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: HUGM1HU05 og MÓDE2TE05
Hér er haldið áfram að rannsaka eðli og merkingu myndbyggingar og formfræði með fjölbreyttum tækniaðferðum og verkefnum. Þetta er m.a. gert með ýmsum tvívíðum aðferðum svo sem teikningu, málun, ljósmyndun, dúkristu/tréristu, tölvuforritunum Photoshop og Inkscape, vínylskera og jafnvel einföldum þrívíðum aðferðum og/eða myndbandsgerð. Nemendur halda áfram að þjálfast í markvissri skissugerð og hugmyndavinnu og að þjálfast í að kynna, greina og ræða um eigin verk og annarra á sem uppbyggilegastan hátt.

Þekkingarviðmið

  • hvernig formfræði spilar hlutverk í gerð allrar sköpunar
  • hvert sé hlutverk forma, lína og lita í myndverkum
  • hvað sé myndbygging og hvernig röðun mismunandi forma, lína og lita getur breytt verkum
  • hvernig búa á til grafíkmynd með háþrykki s.s. dúkristu

Leikniviðmið

  • vinna með form á margvíslegan hátt í verkum sínum
  • nota mismunandi myndbyggingu til að tjá mismunandi hluti í eigin verkum

Hæfnisviðmið

  • nota formfræði og mismunandi myndbyggingu til marvissrar tjáningar í myndverkum
Nánari upplýsingar á námskrá.is