SERH3JL05 - Jóga og lýðheilsa

Jóga og lýðheilsa

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ÍÞRF2þj05
Áfanginn er hvort tveggja bóklegur og verklegur. Markmiðið er að efla þekkingu á jógafræðum og kenna helstu undirstöðuatriði jóga. Auk þess verður fjallað um lýðheilsufræði og farið í vettvangsheimsóknir. Í lok áfangans á nemandi að geta útskýrt hugmyndafræði jóga og helstu grunnæfingar ásamt því að vera upplýstur um helstu áhrifavalda heilbrigðis, forvarna og heilsueflandi aðgerða. Í lok áfangans eiga nemendur að vera færir um að stjórna, skipuleggja og leiðbeina í jóga. Einnig eiga nemendur að hafa þekkingu á grunnhugtökum lýðheilsufræða.

Þekkingarviðmið

  • jógaiðkun
  • jógaæfingum
  • heimspeki jóga
  • öndun og slökun
  • áhrifavöldum heilbrigðis
  • forvörnum
  • heilsueflandi aðgerðum
  • heilsulæsi

Leikniviðmið

  • stunda jóga
  • gera jógaæfingar
  • tileinka sér helstu öndunar- og slökunaræfingar
  • útskýra og leita sér upplýsinga um heilsulæsi
  • nýta sér forvarnaraðgerðir sem eru byggðar á vísindalegum grunni
  • upplýsa einstaklinga um mismunandi heilsueflandi aðgerðir

Hæfnisviðmið

  • geta framkvæmt helstu jógaæfingar
  • útskýra helstu jógaæfingar
  • útskýra heimspeki jógaiðkunar
  • upplýsa einstaklinga og/eða hópa um forvarnir
  • upplýsa einstaklinga og/eða hópa um heilsueflandi aðgerðir
Nánari upplýsingar á námskrá.is