LÝÐH1HL02 - Heilbrigður lífsstíll

Hugur og líðan

Einingafjöldi: 2
Þrep: 1
Áfanginn er bóklegur og byggist að mestu leyti upp á fyrirlestrum, umræðu- og verkefnatímum. Áhersla er lögð á undirstöðuþekkingu á forvörnum ásamt því að nemendur læri að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í áfanganum er m.a. farið yfir mikilvægi næringar, svefns, andlegrar líðan, markmiðasetningu, kynheilbrigði og hvernig er hægt að tileinka sér umhverfisvænan lífsstíl.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi næringar og svefns
  • áhrifum forvarna
  • mismunandi aðferðum og gagnsemi markmiðasetninga
  • almennu heilsulæsi
  • aðferðum til að halda líkamlegu og andlegu jafnvægi
  • ábyrgð einstaklinga á eigin heilsu og líðan

Leikniviðmið

  • finna gagnlegar og áreiðanlegar upplýsingar
  • setja sér markmið með mismunandi hætti
  • meta sína eigin heilsu
  • nýta sér gagnlegar aðferðir til að halda líkamlegu og andlegu jafnvægi

Hæfnisviðmið

  • tengja saman næringu, líkamsrækt og forvarnir
  • framkvæma eigin þjálfáætlun sem miðar að því að efla eigin heilsu
  • nýta heilsulæsi sitt til að nálgast upplýsingar og nýta sér þær til að efla og viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu
Nánari upplýsingar á námskrá.is