ÍÞRF2ÞJ05 - Þjálfun

þjálfun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemandi læri um hlutverk þjálfara í íþróttastarfi, sérstaklega við þjálfun barna á aldrinum þriggja til tólf ára. Lögð er áhersla á skipulag þjálfunar, áætlanagerð og markmiðssetningu. Nemandi öðlast undirstöðuþekkingu í kennslu- og aðferðafræði íþrótta og þjálfun í að bregðast við meiðslum. Fjallað er um mataræði íþróttamanna og áhrif vímuiefna á afkastagetu og árangur. Nemandi fær þjálfun í áætlunargerð. Hluti áfangans fjallar um félagsmálastörf. Nemandinn fær þjálfun í fundarstörfum s.s. fundarstjórn, fundarritun og lærir um helstu hlutverk stjórnarmanna. Nemandi lærir að lesa úr skipuritum og hvernig starfað er eftir þeim. Áfanginn jafngildir þjálfaranámskeiði ÍSÍ 1a, 1b og 1c almenna hluta.

Þekkingarviðmið

  • þjálfun barna og unglinga
  • skipulagi íþróttahreyfingarinnar
  • grunnatriðum þjálffræðinnar
  • andlegum og líkamlegum þroska barna
  • uppbyggingu líkamans
  • fyrstu viðbrögðum við íþróttameiðslum
  • fundarsköpum

Leikniviðmið

  • búa til tímaseðil og stjórna íþróttaæfingu
  • skipuleggja íþróttaskóla fyrir yngstu íþróttaiðkendurna
  • stjórna fundi og flytja ávarp

Hæfnisviðmið

  • starfa með börnum og unglingum við íþróttaiðkun
  • geta brugðist rétt við íþróttameiðslum með fyrstu hjálp
  • gera sér grein fyrir hvaða/hvernig æfingu þarf að gera til að styrkja ákveðna líkamshluta
  • stjórna fundum og flytja ávarp
Nánari upplýsingar á námskrá.is