heilbrigðisfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Markmið áfangans er að nemandi öðlist skilning á því hvernig hugtök heilbrigði og sjúkdóma tengjast lífsvenjum okkar ásamt almennum siðum og venjum samfélagsins. Lögð er áhersla á að nemandi átti sig á markmiðum heilbrigðisfræðslu og forvarna. Farið er yfir tengingu trúar, sögu og menningar við heilbrigði samfélaga. Nemandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og frumkvæði í námin.
Þekkingarviðmið
- markmiðum heilbrigðisfræðslu
- mikilvægi umhverfisverndar og forvarna
- starfsemi heilsugæslunnar
- áhrifum misnotkunar lyfja, áfengis og fíkniefna
- tengslum heilbrigði við sögu, trú og menningu
- örverum, smiti og vörnum
- sögulegri þróun heilbrigðismála
- aðferðum og aðgerðum sem stuðla að heilsueflingu og forvörnum sjúkdóma
Leikniviðmið
- lesa og meta forvarnafræðslu á gagnrýninn hátt
- geta nýtt sér þá heilbrigðisþjónustu sem í boði er
- velja heilsusamlegan lífsstíl
Hæfnisviðmið
- meta á gagnrýninn hátt málefni tengd heilsu og heilbrigði
- greina samspil lífsstíls og heilsu og gera sér grein fyrir eigin lífsstíl og áhættuþáttum honum tengdum
- lesa með gagnrýnum huga það sem fjölmiðlar segja um heilsu og heilbrigði
Nánari upplýsingar á námskrá.is