senuvinna
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LEIK2BS05 LEIK2RT05
Nemendur læra að vinna leikin atriði á sviði frá fyrsta samlestri að uppsetningu. Nemendur fá innsýn inn í aðferðir Stanislavskis og fleiri áhrifamanna í leiklistarsögunni sem lögðu áherslu á vinnu leikarans. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og að nemendur skili þeirri heimavinnu sem sett er fyrir hverju sinni. Áfanganum lýkur með opnum tíma þar sem atriðin eru sýnd fyrir framan áhorfendur.
Þekkingarviðmið
- vinnu leikarans frá fyrsta samlestri að sýningu
- vinnu við persónusköpun út frá handriti
- gildi góðs undirbúnings í persónusköpun
- mikilvægi heimavinnu leikarans
- aðferðum ólíkra fræðimanna
Leikniviðmið
- vinna sjálfstætt að persónusköpun
- beita ólíkri tækni til að glæða leikpersónu lífi
- vinna með öðrum að uppsetningu leikatriðis
- nota nærsamfélag sitt og fjölmiðla til að sækja sér innblástur og upplýsingar
- greina leikverk og einstakar leiksenur
- nýta sér hugmyndabók við vinnu leikarans
Hæfnisviðmið
- geta leikið persónu úr leikverki sem byggð er á listrænum ákvörðunum hans í samtali við leiðbeinanda
- tengt saman alla þá ólíku þætti sem þarf til að leikpersóna í leikverki verði trúverðug
- beita spuna og öðrum leiktæknilegum aðferðum við sköpun leikpersónu
- sýna sjálfstæð, öguð og einbeitt vinnubrögð
- vinna sjálfstætt og í hópi við persónusköpun
Nánari upplýsingar á námskrá.is