LEIK1GR05 - Grunnáfangi

grunnáfangi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Áfanginn skal veita grunnþekkingu á verkfærum leikarans til greiningar á leikritum, senum og persónusköpun. Áfanginn skal þjálfa nemendur í verklagi leikhússins, leikni í aga og í að beita sköpunargleðinni til jafns við formuppbyggingu sena og persóna.

Þekkingarviðmið

  • mikilvægi þess að nýta sér jákvæðni í samvinnu við aðra
  • hinum gefnu forsendum í leiklist
  • verkfærum leikarans (rödd, líkama, tilfinningum og ímyndunarafli)
  • uppbyggingu sena aðstæðna og kringumstæðna
  • uppbyggingu leikrita
  • uppbyggingu persóna
  • leikrými og mismunandi nýtingu þess

Leikniviðmið

  • nýta rödd, líkama og tilfinningar til að túlkunnar á sviði
  • vinna í skapandi orku
  • vinna uppbyggilega með öðrum
  • beita virkri hlustun á sviði og utan þess
  • koma hugmyndum sínum á framfæri á skapandi hátt
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum og sjálfsaga í leiklistarvinnu
  • nýta leikrými á mismunandi hátt

Hæfnisviðmið

  • greina leikverk
  • rökræða leikverk, senur og persónur í leikverkum
  • skapa trúverðugar persónur og setja sig í spor þeirra
  • beita rödd, líkama, tilfinningum og ímyndunarafli í skapandi vinnu
  • beita hlustun og orkustigi í samvinnu og sviðsvinnu
  • beita sjálfsaga og þjálfa sig í sjálfstæðum vinnubrögðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is