EÐLI2BV05 - Bylgjur og varmafræði

bylgjur, varmafræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: EÐLI2GÁ05 og STÆR3HV05
Í áfanganum eru nemendur látnir vinna með hugtök og þekkingu úr afl, bylgju og varmafræði. Samtímis því eru nemendur þjálfaðir í þeim vinnubrögðum sem notuð eru við nám í þessari grein. Nemendur vinna bæði sjálfstætt og saman í hópum og lögð er áhersla á sjálfstæði og ábyrgð nemandans á eigin námsframvindu.

Þekkingarviðmið

  • gasjöfnunni og kjörgasi
  • sveiflum, bylgjum og hljóði sérstaklega og ljósgeislafræði
  • viðlagningarlögmálinu, endurvarpslögmálinu og lögmáli Snells
  • helstu hugtökum sem notuð eru til að lýsa hringhreyfingu, hreyfingu í tveimur víddum skriðþunga og vökvum
  • lögmálinu um varðveislu skriðþunga og atlagslögmálinu

Leikniviðmið

  • vinna með tölur og vigra í eðlisfræði og í vísindalegum vinnubrögðum
  • beita lögmálum og jöfnum við að leysa verkefni af ýmsu tagi
  • leiða út með rökrænum hætti jöfnu fyrir sambandi stærða frá gefnum forsendum
  • setja fram eðlisfræðilegt umfjöllunarefni á skýran og markvissan hátt í ræðu og riti
  • vinna með ýmis mælitæki, framkvæma verklegar æfingar og vinna úr mæliniðurstöðum

Hæfnisviðmið

  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • nota námsefni og gögn á markvissan hátt
  • yfirfæra þekkingu úr öðrum greinum til að auðvelda námið
  • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
  • tengja eðlisfræðina við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi hennar
Nánari upplýsingar á námskrá.is