Lokaverkefni
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: 20 einingar í viðskiptagreinum.
Unnið er viðamikið verkefni sem er eins konar lokaverkefni á Viðskipta- og hagfræðibraut sem gæti verið viðskiptáætlun, markaðsáætlun og/eða rannsókn fyrir fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga. Nýir markaðir verða rannsakaðir. Einnig munu nemendur fá yfirsýn yfir styrki og fjármögnunarmöguleikar fyrir frumkvöðla. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda.
Þekkingarviðmið
- viðskiptaumhverfinu, lögum og reglum
- mikilvægi góðrar stjórnunar
- markmiðasetningu og hversu mikilvægt er að setja sér markmið
- gerð eigindlegra og megindlegra rannsókna
Leikniviðmið
- setja sér markmið
- nota heimildir á skipulegan hátt
- beita áhrifaríkri stjórnun
- taka ábyrgð og ákvarðanir
- fá skýra framtíðarsýn
- undirbúa og framkvæma krefjandi verkefni
Hæfnisviðmið
- gera rannsókn fyrir/um fyrirtæki, stofnanir eða einstaklinga
- hanna rannsókn frá grunni til lokaafurðar
- sjá samhengi námsefnis undanfarinna anna og tengingu mismunandi námsgreina
Nánari upplýsingar á námskrá.is