STJR2ST05 - Stjórnun

Stjórnun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FJÁR2FL05
Farið er í grunnhugtök og kenningar í stjórnun. Leitast er við að veita nemendum innsýn í störf stjórnenda, stjórnunarstíla og kynna þeim ýmis verkefni sem þeir inna af hendi. Nemendum er kynnt gildi stjórnunar og skipulagningar fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið. Viðfangsefni áfangans miða m.a. að því að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í félags- og atvinnulífi. Einnig verður farið í ýmsar undirgreinar stjórnunar, samanber mannauðsstjórnun, breytingastjórnun o.fl.

Þekkingarviðmið

  • þróun stjórnunar sem fræðigrein
  • mikilvægi stjórnunar fyrir einstaklinginn, fyrirtæki og samfélagið
  • helstu stjórnunarkenningum og stílum
  • helstu hlutverkum stjórnandans
  • þekki helstu skipurit um dreifingu valds og ábyrgðar
  • helstu hvatakenningum, grunnatriðum mannauðsstjórnunar
  • markmiðasetningu og mikilvægi hennar
  • undirgreinum stjórnunar

Leikniviðmið

  • gera starfsferilsskrá
  • beita árangursríkri fundarstjórnun
  • lesa úr helstu tegundum skipurita og lýsa mikilvægi skýrra boðleiða í fyrirtækjum
  • lýsa kostum og göllum hópavinnu
  • undirbúa starfsmannaviðtal

Hæfnisviðmið

  • stjórna fundi
  • geta sett sér markmið og fylgt þeim eftir
  • geta greint hvað felst í hlutverki stjórnandans
  • lesa úr skipuritum og átta sig á samskiptaleiðum innan fyrirtækisins
  • taka þátt í umræðum um undirgreinar stjórnunar
  • greina helstu stjórnunarstíla
Nánari upplýsingar á námskrá.is