MARK2AM05 - Almenn markaðsfræði

almenn markaðsfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Kynnt eru grundvallarhugtök og meginviðfangsefni markaðasfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Fjallað er um söluráðana og samval þeirra við markaðssetningu. Nemendum er kynnt helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun og vinnuferli skoðuð við markaðssetningu Einnig er afstaða fyrirtækja til markaðarins.

Þekkingarviðmið

  • tilgangi og hugmyndafræði markaðsfræðinnar
  • þýðingu markaðsstarfs fyrir fyrirtæki og samfélag
  • hugtökum og hugmyndum varðandi vöruþróun og vörur
  • samvali söluráða
  • kaupvenjum á neytenda – og fyrirtækjamarkaði
  • mikilvægi markaðshlutunar í öllu markaðsstarfi

Leikniviðmið

  • lesa í markaðinn
  • beita samvali söluráða á árangursríkan hátt
  • lesa í kaupvenjur einstaklinga og fyrirtækja
  • framkvæma markaðshlutun

Hæfnisviðmið

  • geta nýtt sér þekkinguna til að meta markaðsumræðuna
  • geta lesið í áreiti frá markaðnum á gagnrýninn hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is