almenn, rekstrarhagfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: STÆR2FJ05
Í þessum byrjunaráfanga er fjallað um rekstur fyrirtækja og umhverfi þeirra. Fjallað er um grunnatriði hagfræðinnar og skilgreiningar á mismunandi skipulagsheildum. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist yfirsýn yfir fyrirtæki sem skipulagsheild og hvernig það þrífst í samkeppni við önnur fyrirtæki.
Þekkingarviðmið
- grundvallarhugtökum hagfræðinnar skorti, vali og fórnarkostnaði
- hugtökunum framboð og eftirspurn
- helstu framleiðsluþáttum
- helstu kostnaðarhugtökum
- muninum á beinum og óbeinum kostnaði
Leikniviðmið
- skilja hugtökin tekjur, kostnaður og afkoma
- nota aðferðir við útreikning framlegðar og rekstrarjafnvægis
- þekkja mismunandi rekstrarform fyrirtækja
- reikna út eigið verð afurðar (sjálfskostnað)
- gera fjárhagsáætlun og skilja hagnýtingu fyrir stjórnendur fyrirtækja
Hæfnisviðmið
- skilja hvernig verðmæti myndast innan fyrirtækja og hvernig þeim er ráðstafað
Nánari upplýsingar á námskrá.is