bókfærsla, framhald
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: BÓKF1IB05
Farið er yfir bókanir sem tengjast innflutningi, tollafgreiðslu og greiðslu virðisaukaskatts í tolli. Farið er í mismunandi reglur um fyrningar eigna, bókun skuldabréfa, hlutabréfa og annarra verðbréfa. Einnig er farið í stofnun og slit fyrirtækja, breytingar á réttarformi og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.
Þekkingarviðmið
- þeim lögum sem í gildi eru um toll og virðisaukaskatt
- lögum um tekju- og eignaskatt einstaklinga
- helstu innflutningskjölum vegna tollafgreiðslu og virðisaukaskatts
Leikniviðmið
- færa færslur vegna innflutnings
- færa færslur vegna verðbréfaviðskipta
- færa færslur vegna stofnunar og slita fyrirtækja
- færa færslur vegna launagreiðslna og geta reiknað afdregna staðgreiðslu, tryggingagjald og gjöld í lífeyrissjóð
- færa færslur sem eru tengdar hlutabréfaeign, arði, gengisbreytingum og jöfnunarhlutabréfum
Hæfnisviðmið
- geta stofnað lítið fyrirtæki og fært bókhald fyrir það
Nánari upplýsingar á námskrá.is